Gjaldgengir gestgjafar á Airbnb geta búið til sérsniðin vefföng til að vísa fólki á hverja eign sem þeir eru með á skrá. Gestgjafar sem nota tól fyrir faggestgjafa geta einnig búið til sérsniðið veffang fyrir faglega markaðssetningarsíðu sína. Gestgjafi getur einungis búið til eitt sérsniðið veffang fyrir hverja skráningu eða faglega markaðssetningarsíðu. Hvert veffang gildir aðeins á meðan skráning eða aðgangur er virkur og gæti tapast ef skráningin eða aðgangurinn er afvirkjaður eða fjarlægður af Airbnb af einhverri ástæðu. 

Sérsniðna veffangið er ekki eign þín og ef þú brýtur þessar reglur eða skilmála Airbnb getur Airbnb tekið fyrir notkun þína á því. Hér eru reglurnar sem fara þarf eftir þegar sérsniðið veffang er búið til. 

Sérsniðin vefföng mega ekki innihalda:

 • Hvers konar breytingar á orðinu „Airbnb“ eða öðru efni sem brýtur gegn viðmiðunarreglum vörumerkis okkar 
 • Orðið „staðfest“ 
 • Orðið „opinbert“ nema það hafi verið staðfest af þeim einstaklingi, stað eða samtökum sem orðið er notað í tengingu við
 • Tákn eða greinarmerki, að undanskildum bandstrikum
 • Minna en þrjá bókstafi 
 • Samskiptaupplýsingar, þ.m.t., en ekki takmarkað við, netfang, símanúmer, veffang og eftirnafn
 • Nafn vörumerkja, nema þú eigir þau eða hafir heimild til að nota þau
 • Villandi upplýsingar eða persónugervingu annars einstaklings, stofnunnar eða skráningar
 • Efni sem er ólöglegt eða brýtur gegn réttindum annarra aðila, þar á meðal hugverkaréttindi og rétts til friðhelgi einkalífsins
 • Efni sem hvetur til skaðlegs eða ólöglegs athæfis og ljótt, dónalegt, móðgandi, ógnandi, áreitandi eða fordómafullt orðbragð

Sérsniðin vefföng meiga ekki aðeins samanstanda af:

 • Almennum tegundum eigna (t.d.: Íbúð, kofi, trjáhús, loftíbúð, heimili)
 • Almennu heiti landsvæðis (t.d.: San Francisco)
 • Númerum Öll vefföng verða að innihalda minnst einn bókstaf

Dæmi um vefföng sem ganga upp: 

/orlofsheimili-og-bustadir-i-fronsku-olpunum

/babu-ferdir

/heimili-helenu

/serherbergi-i-midborg-barselona