Hæ öllsömul,

Leyfið mér að kynna mig: Ég heiti Laura Chambers og er yfir teyminu hjá Airbnb sem vinnur að því að hjálpa gestgjöfum eins og ykkur að ná árangri. (Þið gætuð kannast við mig úr  nýjasta viðtali gestgjafa.) Ég hef lengi verið aðdáandi og virkur notandi á Airbnb en það er eitt sem hefur staðið sérstaklega upp úr frá því að ég gekk formlega í teymið hérna í júlí: Airbnb er svona sérstakt vegna þess hve yndislegt gistisamfélagið er.

Innan gistisamfélags Airbnb erum við einstaklega þakklát fyrir ofurgestgjafana. Við vildum gera eitthvað sérstakt til að heiðra þá nú þegar árinu 2018 er að ljúka. Í dag er mér því ánægja að segja frá nýjum viðburði sem við erum að halda upp á í fyrsta sinn: ofurgestgjafaviku!

Til hamingju þið sem eruð ofurgestgjafar. Þetta er magnaður áfangi. Drifkraftur samfélagsins á Airbnb er framúrskarandi gestrisni og traust og andi þessa og glæsibragur einkennir ykkur. Það kemur varla á óvart að tekjur ofurgestgjafa eru að meðaltali 22% hærri.* Gestir kunna virkilega að meta gestrisni ykkar.

Vikan mun snúast um hátíðarhöld og viðurkenningu. Ofurgestgjafar mega gera ráð fyrir eftirfarandi:

  • Persónuleg gjöf: Skoðaðu innhólfið þitt ef þú ert ofurgestgjafi. Vonandi kanntu að meta sérsniðna kortið sem þú fékkst þar sem lögð er áhersla á leið þína sem gestgjafi hjá Airbnb.
  • Í þessari viku verða ofurgestgjafar kynntir efst á heimasíðu Airbnb svo að ofurgestgjafarnir verða sýnilegri þeim milljónum manna sem heimsækja Airbnb á hverjum degi.

Ef gestir eru forvitnir og smella á frekari upplýsingar er þeim beint á nýja vefsíðu þar sem ofurgestgjafar eru í kastljósinu. Á þessari síðu er táknmerki ofurgestgjafa við skráningu ykkar útskýrt betur fyrir gestum svo að þeim verður ljóst að það stendur fyrir frábæru gestrisnina hjá ykkur.

  • Samfélagsleg hátíðarhöld: Við munum í vikunni vekja athygli á nokkrum framúrskarandi ofurgestgjöfum á samfélagsmiðlum. Kynnið ykkur málið og fylgist með hérna:

Ég vona að þið njótið hátíðarhaldanna í vikunni! 

Til hamingju aftur þið sem eruð ofurgestgjafar. Takk fyrir allt sem þið gerið; og njótið gestgjafahlutverksins!

Laura

*Miðað við innanhússgögn Airbnb þar sem miðgildi heildartekna ofurgestgjafa er borið saman við aðra gestgjafa (með 10+ bókanir) á verkvanginum um allan heim á árinu 2017.